Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Vatíkanið eða Páfagarður
Vatíkanið eða Páfagarður

Vatíkanið eða Páfagarður er landlukt land stjórnað af Hinum heilaga Páfastól æðsta yfirvaldi kaþólsku kirkjunnar sem er einráður yfir því. Landið er landlukt en eina ríkið sem það á landamæri að er Ítalía, enda er ríkið í raun inni í Rómarborg. Vatikanið varð sjálfstætt ríki árið 1929 og er það minnsta í heiminum, íbúar þess telja ekki nema í kringum 1.000 manns. Það borgar sig að fara frekar snemma dags til að skoða Vatikanið. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Róm og núorðið eru vopnaleitarhlið þar sem farið er inn. Það tefur enn fyrir og geta biðraðir orðið ansi langar. Söfn Vatikansins eru samansafn af mikilfenglegum byggingum með nánast óteljandi, að því er manni finnst, herbergjum, göngum, sölum, listaverkasöfnum, bókasöfnum og kapellum. Þarna gefur að líta söfn muna sem eiga engan sér líka í heiminum. Það er varla hægt að ætla sér að skoða allt þetta á einum degi og flestir láta sér nægja að skoða það helsta. Þar á meðal er Sixtínska kapellan sem Sixtus IV páfi lét reisa á árunum 1475-1483. Þar eru freskurnar eftir Michelangelo af sköpun heimsins. Mörgum finnst tilheyra að senda póstkort frá Vatikaninu en þá verða menn að hafa þolinmæðina fyrir en eina biðröðina.