Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Trevíbrunnurinn
Trevíbrunnurinn, Róm

Trevíbrunnurinn í Róm er eitt helsta kennileiti borgarinnar og sífelldur straumur ferðamanna að honum og frá, allan ársins hring. Brunnurinn er í miðbænum austanverðum, rétt við rætur Kvirínalhæðar. Ofar trónir forsetahöllin en miklir garðar þar í kring. Vinsæll göngutúr um bæinn er að ganga tiltölulega beina leið eftir "Strikinu", sem ég nefni svo; stutta fjögurra torga leið sem hefst á Navónutorgi og endar við Treví. Liggur leiðin um Panþeon og leifar Hadríanusarhofs við Pietratorg. Hadríanus keisari byggði Algyðishofið á fyrri hluta 2. aldar, en hið síðarnefnda var reist að honum látnum.

Stór brunnur, lítið torg
Torgið og vatnsbrunnurinn bera sama nafn og mun tilkomið vegna vegamótanna sem þar liggja; hægt að ganga þrjá vegu-tri-via. Trevítorg er lítið og umlukið litríkum húsum og tveimur kirkjum. Trevíbrunnurinn tekur um helming torgsins og liggur að húsgafli Polihallar. Það var Klemens páfi XII. sem fékk arkitektinn Nikulás Salvi til að gera nýja umgjörð eldri brunni sem hafði svalað bæjarbúum um aldir. Smíði hans hófst 1732, tók þrjátíu ár og nokkrum breytingum á þeim tíma. Var byggingin fjármögnuð með happdrætti og vínskatti á borgarana og sögðu þá gárungarnir að páfi byði þeim léleg býti á vatni í stað víns. Salvi var félagi í Lúkasarakademíunni sem nú er til húsa í Carpegnahöll við Treví, en Bertel Thorvaldsen veitti þeim skóla eitt sinn forstöðu.