Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Piazza di Spagna
Piazza di Spagna

Spænsku tröppurnar á torginu Piazza di Spagna eru einn þeirra staða er allir sem koma til Rómar verða að heimsækja. Í dag eru tröppurnar einn mest heillandi staðurinn í Róm nútímans enda iðar allt af lífi þar á sólbjörtum sumardögum þegar blómaskrúðið breiðir úr sér. Þó að stundum geti verið troðningasamt við Spænsku tröppurnar eru þær glæsilegur vitnisburður um fegurð barokk-stílsins. Saga staðarins nær allt aftur til 16. aldar en þá var Róm farin að þéttast aftur eftir hnignunarskeið hinna myrku miðalda og borgin farin að breiða úr sér til að geta tekið við vaxandi mannfjölda. Til borgarinnar streymdu pílagrímar og embættismenn sem áttu erindi við hið rísandi kirkjulega vald í Róm. Nýjar götur voru því lagðar sem margar hverjar gegna enn mikilvægu hlutverki. Á þeim tíma var mikilvægt að geta tryggt pílagrímum sem komu úr norðri í gegnum Porta del Popolo og þurftu að komast í Vatíkanið vandræðalitla ferð. Þegar kom fram á 18. öld höfðu mörg hótel verið reist í hverfinu og tröppurnar og torgið í kring orðin mikilvægur samkomustaður Rómverja og ferðamanna er þangað lögðu leið sína. Í dag hefur hverfið upp á geysimargt að bjóða. Þar nægir að nefna fjölda bygginga í barokk og endurreisnarstíl, nægir þar að nefna kirkjurnar Santa Maria del Popolo og Sant Andrea delle Fratte. Einnig er vert að geta minjanna sem fundust við Ara Pacis og listsýningar eru gjarnan í Villa Medici. Sömuleiðis má nefna Pincio garðana. Rétt hjá eru nokkrar af helstu verslunargötum Rómar í kringum Via Condotti, sem gengur út af Piazza di Spagna. Þar er hægt að finna allt sem tilheyrir ítalskri hátísku. Auðvelt er að komast á Piazza di Spagna en þangað gengur neðanjarðarlestin á A-línunni. Er að mörgu leyti þægilegra að nota hana heldur en strætisvagnana sem ganga um Via del Corso og Via del Tritone.