Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Sanktipéturs basilicam
Sanktipéturs basilicam

"Sanktipéturs basilicam" (Basilica San Pietro) hlýtur að teljast með helstu táknum kristninnar, og ekki bara þeirrar kaþólsku, því það var m.a. vegna byggingar hennar sem kirkjan klofnaði í tvær megin fylkingar á 16. öld. Péturskirkjan er byggð á grunni hinnar eldri Péturskirkju sem Konstantínus keisari stofnaði til á 4. öld á þeim stað sem Pétur hafði látið lífið fyrir trú sína. Innviði basilikunnar gömlu, Konstantínusarbasilíku, má m.a. sjá á einni af freskunum sem segja frá baráttu konstantínusar við Maxentíus í einu af herbergjum Rafaels (Stanze di Rafaello) í Vatíkansöfnunum, og grunn hennar í kjallara núverandi Péturskirkju. Gamla basilikan var byggð á rústum grafhýsa, necropolis, þar sem Pétur hafði verið lagður eftir píslardauða á krossi inni á miðjum leikvangi Kallikúlu og Nerós þar fyrir neðan, en rústir leikvangsins liggja í jörðu samhliða Péturskirkjunni sunnanmeginn. Gröf Péturs er beint undir hvolfi kirkjunnar, en fannst þó ekki fyrr en um miðja 20. öldina. Bygging hinnar nýju Péturskirkju hófst 1506 samkvæmt teikningum Bramantes. Áttu kirkjuskipin að vera jafn löng og breið og mynda grískan kross (jafnarma), en upp af miðskipinu átti að rísa ein heljarmikil hvelfing. Er sagt að með þessu hafi Bramante viljað sameina tvær stórkostlegar byggingar fornaldar; reisa Panþeon yfir basilíku Konstantínusar (þá sem enn stendur að hluta í Fóruminu).