Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Panþeon
Panþeon

Hofið Pantheon er ein best varðveitta fornaldarbygging Rómar en fyrsta byggingin þar reis 27 f. Kr og var byggð af Marcus Vipsanius Agrippa keisara, lærimeistara Ágústusar sem skrásetti heimsbyggðina. Núverandi hof var byggt í kringum 118-120 e.Kr. og á líklega Hadrianus mestan heiður af því. Þar eru ýmsir konungbornir Ítalir grafnir, svo og hinn frægi ítalski málari Rafael, sem lést 1520. Eina birtan inni í hofinu kemur um lítið op á hvolfþakinu sem aldrei rignir inn um, þökk sé loftflæði því sem leikur um bygginguna. Byggingin er verkfræðilegt undur og byggir á burðarþolsþekkingu sem Rómverjar áttu yfir að búa en Ítalir tíndu og fundu ekki aftur fyrr en á tímum endurreisnarinnar. Hvolfþakið mikla á Il Duomo í Flórens kláraðist ekki fyrr en byggingameistaranum datt það snjallræði í hug að skoða þakið í Pantheon hofinu. Þakið var byggt í heilu lagi og er líklega fyrsta hvolfþakið í mannkynssögunni sem steypt var með þeim hætti. Hofið var ætlað öllum trúarbrögðum og enn í dag eru þar fluttar messur og íslenskir kórar hafa meira að segja sungið við þær. Á sínum tíma var Pantheon fagurlega skreytt en húsið var berstrípað gulli og eðalmálmum til þess að auka á dýrð Péturskirkjunnar. Sömuleiðis var marmarinn plokkaður utan af húsinu í gegnum aldirnar enda má segja að eftir fall Rómar hafi borgarbúar lifað á því að selja menningararfleifðina í brotajárn. Um tíma voru skepnur geymdar í húsinu þannig að það hefur látið á sjá í gegnum aldirnar. Eigi að síður er það áhrifamikið og fræðandi að koma þarna við og ekki spillir sú stemmning sem ríkir á torginu fyrir framan.