Morgana Hótel í Róm | hótel í Róm | gisting í Róm | lestarstöðin í Róm | helgartilboð til Róm | Róm hótel


Koma
Brottför
Fullorðnir


Luxury hotel in Rome Hoteles Lujosos en el centro de Roma Boutique Hotel en Rome 4 star hotel rome Hótel í Róm hotel in rome city center

Colosseum
Colosseum, Rome

Á síðari tímum hefur Colosseum, eða það sem eftir er af því, orðið einskonar tákn fyrir borgina og hið forna Rómaveldi. Hringleikahúsið Colosseum var byggt á árunum 70-80. e. Kr. Vespasíanus keisari hóf byggingu þessa stórfenglega mannvirkis sem gat rúmað 55.000 áhorfendur. Boðinn var ókeypis aðgangur að dýrabardögum og átökum skylmingaþræla upp á líf og dauða. Með breyttum viðhorfum og nýjum siðum lögðust þessi sýningaratriði af og bardagar skylmingaþræla voru bannaðir árið 404. Tveir jarðskjálftar árin 442 og 508 ollu miklum skemmdum á leikvanginum. Bardagar í Colesseum voru þó haldnir eftir það, en heyrðu brátt sögunni til. Eftir jarðskjálfta árið 1349 var farið að nota bygginguna sem námu fyrir byggingarefni. Marmarinn sem þakti hana að miklu leyti var fjarlægður. Holur í hringleikahúsinu sjást víða þar sem brons hafði verið höggvið í burtu. Þrátt fyrir tímaskeið niðurlægingar og niðurníðslu er leikvangurinn enn tilkomumikill og einn þeirra staða sem allir ferðalangar til Rómar verða að sjá. Eins og á fleiri sögufrægum stöðum í Róm er straumur ferðamanna mikill og fólk verður að ætla sér rúman tíma til að skoða mannvirki eins og Colesseum. Það er ekki síst vegna aukinnar öryggisgæslu sem hægir á allri umferð. Ef fólk kemur að Colesseum án þess að vera í skipulagðri skoðunarferð sparar það tíma, auk þess að vera fróðlegt, að þiggja leiðsögn sem boðin er flestum sem koma þarna að. Leiðsögumaður tekur við greiðslu og sér um að koma hópnum inn og er gjarnan safnað saman í 40-60 manna hópa og eru það aðstoðarmenn leiðsögumannsins sem sjá um það. Fyrir 15 evrur á manninn er hægt að komast í hóp og er það mun fljótlegra en að fara sjálfur í biðröð.